Fyrrverandi yfirmaður hjá Hewlett Packard, Atul Malhotra, hefur játað að hafa stolið viðskiptaleyndar´malum frá IBM meðan hann var þar og deilt upplýsingunum með Hewlett Packard.

Hámarksrefsing fyrir brot Malhotra er 10 ára fangelsi. Hann vann hjá IBM fram í apríl 2006, en mánuði áður en hann hætti fékk hann ýmsar trúnaðarupplýsingar um framleiðslukostnað og fleira hjá fyrirtækinu í hendur.

Í júlí 2006, eftir að hann hafði fengið yfirmannsstöðu hjá Hewlett Packard sendi hann upplýsingarnar í tölvupósti til annarra yfirmanna fyrirtækisins.