Marks & Spencer verslunarkeðjan var fyrir miklu áfalli í gær þegar tilkynnt var að Charles Wilson, annaræðsti yfirmaður fyrirtækisins væri áförum til Booker heildsölukeðjunnar sem er að stórum hluta í eigu Baugs.

Daily Telepraph segir í dag að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir yfir helgina hafi Stuart Rose, forstjóra M&S ekki tekist að sannfæra Charles Wilson að haldaáfram störfum. Blaðið hefur einnig eftir nánum vinum Wilsons að hann hafi átt í samningaviðræðum við Baug í nokkra mánuði um að taka við forstjórastöðu Booker.

Sérfræðingar virðast á einu máli um að brotthvarf Wilsons frá M&S skapi verslunarkeðjunni enn frekari vandamál, en hún hefur barist í bökkum undanfarin misseri. Hlutabréf keðjunnar lækkuðuum 3,5 pens á hlut niður í 362,25 pens. Aðeins orðrómur um að M&S muni neyðast til að taka upp viðræður við Philip Green um hugsanlega aðkomu hans að fyrirtækinu kom í veg fyrir frekara verðfall.