*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 17. desember 2012 09:13

Yfirskattanefnd snuprar skattinn

Yfirskattanefnd telur að skattleggja beri vaxtatekjur af spariskírteinum ríkissjóðs sem féllu á gjalddaga árin 1997 til 2009.

Ritstjórn
Skúli Eggert Þórðarson.

Yfirskattanefnd hefur úrskurðað um það hvernig ákvarða eigi fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjum vegna sölu á spariskírteinum ríkissjóðs.

Skírteinin voru seld árið 2010 og voru vaxtatekjurnar skattlagðar í 18% skattþrepi fjármagnstekjuskatts sem var í gildi á þeim tíma. Yfirskattanefnd segir hins vegar að skattleggja bæri vaxtatekjur af skírteinum, sem féllu til á tímabilinu 1. janúar 1997 til og með 30. júní 2009, í 10% skattþrepi fjármagnstekjuskatts og að skattleggja bæri vaxtatekjur af skírteinunum sem féllu til á tímabilinu 1. júlí til og með 31. desember 2009 í 15% skattþrepi. Ríkisskattstjóri athugar nú hvernig bregðast skal við, m.a. hvort taka þurfi upp álagningu fjármagnstekjuskatts samkvæmt skattframtölum 2011 og 2012 að því er varðar vaxtatekjur af kröfum sem áunnist hafa á mörgum árum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is