*

laugardagur, 15. maí 2021
Erlent 1. maí 2021 17:02

Yfirstjórn HSBC missir skrifstofurnar

Stærsti banki Evrópu hefur ákveðið að yfirstjórnin muni deila opnu óúthlutuðu vinnurými með öðru starfsfólki.

Júlíus Þór Halldórsson
european pressphoto agency

Noel Quinn, forstjóri breska bankans HSBC, stærsta banka Evrópu, hefur ákveðið að yfirstjórn bankans muni hér eftir ekki hafa sérskrifstofur, heldur munu stjórnendur þurfa að finna sér laus vinnupláss í opnu rými eins og aðrir starfsmenn.

Bankinn mun einnig bjóða starfsmönnum að vinna heima að hluta til, og forstjórinn sjálfur segist ekki ætla að mæta á skrifstofuna fimm daga vikunnar.

Hingað til hefur heil hæð höfuðstöðva HSBC í fjármálahverfinu í London farið undir skrifstofur æðstu stjórnenda, en henni verður breytt í fundaherbergi og rými til að taka við viðskiptavinum.

Ein af rökum Quinn fyrir breytingunni voru að stjórnendurnir verðu stórum hluta vinnutíma síns í vinnuferðum, á meðan skrifstofurnar stæðu auðar, en við það bætist svo aukin heimavinna í og eftir heimsfaraldurinn.

Stikkorð: HSBC Noel Quinn