Stjórnendur Íslandsbanka þurftu að sæta töluverðum skerðingum við kaup á hlutabréfum í bankanum eða við eina milljón. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar .

Viðskiptablaðið hefur áður greint frá því að níföld umframeftirspurn var í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka og því þurftu stærri fjárfestar að sæta miklum skerðingum. Til að mynda þurftu stærri einstaklingsfjárfestar sem lögðu fram tilboð í tilboðsbók B, yfir 75 milljónum króna, að sæta skerðingum niður í eina milljón króna .

Sjá einnig: Lífeyrissjóðir m eð fjórðung í útboðinu

Stjórnarmenn Íslandsbanka fóru ekki varhluta af þessum skerðingum en tilboð þeirra í frumútboðinu voru takmörkuð við um 12659 hluti á genginu 79 krónur. Því gátu þeir eingöngu keypt hlutabréf fyrir að hámarki 1.000.061 krónu.

Listi yfir stjórnarmenn og framkvæmdastjóra sem að fengu úthlutuð hlutabréf í bankanum fyrir um eina milljón króna.

  • Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
  • Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfesta.
  • Guðmundur Kristinn Birgisson, framkvæmdastjóri áhættustýringar
  • Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri
  • Riaan Dreyer, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs
  • Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs
  • Una Steinsdóttir,  framkvæmdastjóri viðskiptabanka
  • Heiðrún Emilía Jónsdóttir, varaformaður stjórnar
  • Jökull H. Úlfsson, stjórnarmaður
  • Árni Stefánsson, stjórnarmaður
  • Frosti Ólafsson, stjórnarmaður
  • Óskar Jósefsson, stjórnarmaður