Verðmæti skuldabréfa bandaríska flugfélagsins Delta rýrnuðu í viðskiptum í gær í kjölfar þess að dagblaðið The Wall Street Journal skýrði frá því að kröfuhafar í þrotabú félagsins væru áhugalitlir um yfirtökutilboðið sem US Airways setti fram fyrir tveim vikum.

Stjórnendur Delta höfðu áður lagt fram slíkt tilboð en hækkuðu það á dögunum til þess að auka líkurnar á að gengið yrði að yfirtökunni.