Líkur hafa aukist á því að kínverski olíurisinn SIPC standi við yfirtökutilboð sitt í Tanganyika Oil Company. Í frétt í kínverska viðskiptaritinu Caijing  kemur fram að samþykktir fyrir yfirtökunni liggi nú fyrir.

Íslenski vogunarsjóðurinn Boreas Capital á 6% hlut í olíu- og jarðgasframleiðandanum Tanganyika Oil Company sem staðsett er í Kanada, en yfirtökuþreyfingar hafa verið í gangi gagnvart Tanganyika vel á annað ár.

Yfirtökutilboð SIPC á Tanganyika var talsvert yfir markaðsvirði þegar það kom fram og nam 31.50 kanadískum dollurum á hlut. Miðað við það verð er markaðsvirði fyrirtækisins ríflega tveir milljarðar kanadískra dollara.