Gengi bréfa Carlsberg hafði hækkað verulega í kauphöllinni í Kaupmannahöfn nú í morgun eða um 4,3% í kjölfar þess að greint var frá því að stjórn Scottish & Newcastle (S&N) hefði loks samþykkt yfirtökutilboð BidCo, sem er í eigu Carlsberg og Heineken en tilboðið er upp á um 990 milljarða íslenskra króna. Carlsberg er búið að vera á höttunum eftir Scottish & Newcastle í hartnær tíu mánuði og voru menn farnir að óttast að upp úr slitnaði á milli Carlsberg og Heineken og að hugsanlega yrði ekkert af kaupunum. „Loks er þetta í höfn og stjórn Carlsberg hlýtur að anda léttara. Það er afar jákvætt fyrir Carlsberg að kaupin hafa gengið í gegn,“ segir Jens Houe Thomsen, verðbréfasérfræðingur hjá Jyske Bank og hann sagðist reika með að gengi bréfa Carlsberg myndi hækka í dag og félagið fengi vind í seglin eftir erfiða daga en gengi bréfa félagsins höfðu lækkað um 10% frá áramótum.