JPMorgan Chase hafa nú gengið frá yfirtöku sinni á Bear Stearns fjárfestingabankanum, fyrir 1,4 milljarða Bandaríkjadala. Eins og fjallað hefur verið um rambaði Bear Stearns á barmi gjaldþrots í mars á þessu ári og í kjölfarið gerði JPMorgan yfirtökutilboð í bankann, 2 Bandaríkjadali á hlut. Viku seinna hækkaði JPMorgan svo boð sitt og bauð þá u.þ.b. einn hlut í JPMorgan fyrir hverja fimm hluti í Bear Stearns. Miðað við gengi JPMorgan hljóðaði tilboðið þá upp á 9,35 Bandaríkjadali á hlut.

Aðeins 6.500 af starfsmönnum Bear Stearns var boðin vinna eftir yfirtökuna, sem þýðir að um 7.000 manns misstu vinnuna.