Hlutabréf Twitter hafa fallið um meira en 15% í viðskiptum fyrir opnun markaða eftir að auðkýfingurinn Elon Musk tísti að fyrirhuguð 44 milljarða dala yfirtaka hans á samfélagsmiðlunum væri komin á ís.

Musk sagðist bíða frekari útreikninga á hlutfalli gervireikninga á samfélagsmiðlinum. Í tilkynningu til Bandaríska verðbréfaeftirlitsins (SEC) áætlaði Twitter að slíkir reikningar vega undir 5% af heildarnotendum samfélagsmiðilsins. Samkvæmt uppgjöri fyrsta ársfjórðungs náðu auglýsingar til 229 milljónir notenda á Twitter.