Danska leikfangakeðjan Kids Coolshop hefur tekið yfir rekstur verslana Tos R´us á Íslandi, en fyrirtækið hefur rekið verslanir í bæði Smáratorgi og Kringlunni hér á höfuðborgarsvæðinu sem og á Glerártorgi á Akureyri.

Eins og sagt var frá í fréttum í lok síðasta árs fór danska móðurfélag verslananna hér á landi, Top Toy í gjaldþrotameðferð, sem kemur um ári eftir að bandaríska keðjan fór í gjaldþrotameðferð og endurskipulagningu. Skömmu áður hafði Toys R´us tilkynnt um opnun verslunar í Kringlunni .

Yfirtakan er tilkynnt á facebook síðu ToysR´us á Íslandi , en þar kemur fram að á næstu vikum verði merkjum verslananna breytt svo þær verði undir merkjum dönsku keðjunnar. Þangað til muni bætast við mikið af af nýjum tilboðum og afsláttum á öllum vörum Toys R´ us, sem sjá má nú þegar dæmi um á síðu fyrirtækisins.

Þó nýju eigendurnir hafi tekið við versluninni 21. febrúar, munu gjafakort merkt Toys R´us vera gjaldgeng í versluninni þangað til ný verslanirnar undir merkjum KiDS Coolshop verða opnuð.