Yfirtökutilboð Isla ehf. sem er 100% í eigu Atorku Group hf. til hluthafa Austurbakka hf. rann út klukkan 16.00 mánudaginn 18. júlí 2005. Eignarhlutur Isla í Austurbakka nemur að yfirtökutímanum liðnum 14.816.288 kr. að nafnverði eða 98,09% af heildarhlutafé Austurbakka. Austurbakki á eigin bréf að nafnverði 257.150 kr. og er eignarhlutur Isla því 99,80% af virku hlutafé.

Hluthafar sem hafa samþykkt tilboðið fá greitt að hálfu með hlutum í Atorka Group og að hálfu með reiðufé. Hlutabréfaskiptin og greiðsla reiðufjár fer fram á tímabilinu 19.-25. júlí 2005.

Austurbakki uppfyllir ekki lengur skilyrði Kauphallar Íslands um dreifingu hlutafjár. Gert er ráð fyrir að stjórn Austurbakka óski innan skamms eftir afskráningu hlutabréfa félagsins úr Kauphöll Íslands.