Mosaic Fashions lauk í dag yfirtökunni á Rubicon Retail eftir að hafa fengið samþykki samkeppnisyfirvalda í Bretlandi og Írlandi, segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Hluthafar samþykktu yfirtökuna á hluthafafundi í lok september og var hún fjármögnuð með skuldsetningu. Rubicon Retail var metið á 320 milljón punda [41 milljarð króna] að heildarvirði (e. enterprise value).

EBITDA Rubicon á síðasta fjárhagsári nam 46,7 milljón punda [sex milljarðar króna] og er EV/EBITDA kaupanna því 6,85. Sameinað fyrirtæki mun verða meðal stærstu verslunarkeðja með kvenföt í Bretlandi með sjö vörumerki; Oasis, Karen Millen, Coast, Whistles, Principles, Warehouse og Shoe Studio.

Markaðshlutdeild félagsins er um 3,7% í Bretlandi. Það starfrækir um 1.750 verslanir í 31 landi og er með yfir 12.500 starfsmenn," segir greiningardeildin.