Samruni MP banka og Íslenskra verðbréfa (ÍV) er ekki enn genginn í gegn þrátt fyrir að bæði lagalegar og fjárhagslegar áreiðanleikakannanir liggi fyrir. Í árshlutareikningi MP banka kemur fram að þessar kannanir hafi verið gerðar og að gert sé ráð fyrir að gengið verði frá yfirtöku bankans á ÍV á síðasta ársfjórðungi þessa árs.

Íslandsbanka snýst hugur
Eins og Viðskiptablaðið greindi fráí maí síðastliðnum þá samþykkti Íslandsbankiekki tilboð MP banka íÍV en Íslandsbanki er stærsti hluthafinn með 27,5% hlut í ÍV. Bankinn sat hjá en aðrir hluthafar samþykktu tilboðið fyrir sitt leyti. Á undanförnum vikum hefur þó ákveðinn viðsnúningur átt sér stað innan hluthafahópsins. Aðrir hluthafar hafa orðið neikvæðari gagnvart sölunni til MP banka og á tímabili leit út fyrir að kaupin myndu falla niður samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Íslandsbanki ákvað þá að styðja söluna og því er enn nægilegur meirihluti til að halda samningaviðræðum áfram og reyna að ganga frá kaupunum. Áður en þau ganga í gegn þarf samþykki samkeppnisyfirvalda og endanlegt samþykki hluthafa.

„Hlutur Íslandsbanka í Íslenskum verðbréfum hefur verið til sölu í rúmt ár. Íslandsbanki kaus að sitja hjá í upphafi viðræðna um kaup MP banka á Íslenskum verðbréfum þar sem bankinn taldi það ekki samræmast samkeppnissjónarmiðum að bankinn yrði stór hluthafi í MP banka. Íslandsbanki telur hins vegar að salan sé til hagsbóta fyrir hluthafa Íslenskra verðbréfa og styður hana því nú. Ef af kaupunum verður og Íslandsbanki eignast hlut í MP banka verður hann seldur eins fljótt og auðið er,“ segir í svari bankans við fyrirspurn Viðskiptablaðsins um þennan viðsnúning.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .