Gengi hlutabréfa í bandarísku bókakeðjunni Barnes and Noble ruku upp um 25% eftir að sá orðrómur fór að kreik að hugbúnaðarrisinn Microsoft væri að leggja á ráðin um kaup á rafbókahluta fyrirtækisins. Það var netmiðillinn TechCrunch, sem fyrstur greindi frá þessum óformum úr herbúðum Microsoft, að sögn breska ríkisútvarpsins ( BBC ).

Eins og fram kom á vb.is fyrr í dag á Microsoft 17% hlut í því sviði Barnes and Noble sem snýr að framleiðslu og sölu á Nook-lestölvunni og framleiðslu á efni fyrir hana. Gangi allt eftir gæti svo farið að Microsoft kaupi það sem eftir stendur af þessu sviði fyrir einn milljarð dala, jafnvirði um 120 milljarða íslenskra króna. Um 75% hlutur er í eigu bókakeðjunnar sjálfrar.

Salan á Nook-tölvunum hefur ekki verið í takt við væntingar og sala á rafbókum fyrirtækisins eftir því lítil. Markaðsrannsókanrfyrirtækið IDC telur hlutdeild Barnes and Noble á rafbókamarkaði nema rétt tæplega 2%.