Yfirtökur og samrunar hafa ekki verið fleiri í Evrópu í 11 ár en á fyrsta ársfjórðungi ársins að því er The Wall Street Journal greinir frá .

Í umfjöllun WSJ segir að í byrjun árs hefðu aðstæður ekki getað verið betri fyrir yfirtökur og samruna en hagvöxtur hefur ekki verið meiri í áratug, vextir eru enn lágir, hlutabréfaverð hátt og kröfur fjárfesta um fjárhagslega endurskipulagningu ekki verið hærri um langa hríð.

Heildarviðskipti þar sem evrópskt fyrirtæki var annað hvort kaupandi, seljandi eða bæði námu 394 milljörðum dala eða um 39.000 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Það er hlutfallsleg hækkun um 56% frá sama tímabili í fyrra.