Yfirtökunefnd fjallaði um afleiðusamningana, sem Landsbanki Íslands hf. gerði við Eignarhaldsfélagið Oddaflug ehf. og Baug Group hf., í kjölfar álits Yfirtökunefndar á síðasta fundi sínu. Nefndin ákvað að óska eftir frekari upplýsingum frá Landsbanka Íslands hf.

Yfirtökunefnd feldi úrskurð 13. desember sl. þess efnis að Baugi Group hf. væri skylt að gera yfirtökutilboð samkvæmt reglum VI. og VII. kafla laga um verðbréfaviðskipti, til annarra hluthafa í FL Group hf. Í framhaldi þess gerði Landsbankinn afleiðusamning.

Mætt voru Jóhannes Sigurðsson, sem tók sæti vegna vanhæfis Viðars Más
Matthíassonar, Erna Bryndís Halldórsdóttir og Árni Tómasson og Árnína
Steinunn Kristjánsdóttir, starfsmaður nefndarinnar, sem ritaði fundargerð.