Ákveðið hefur verið að stofna Yfirtökunefnd til að fjalla um yfirtökuskyldu á hlutabréfamarkaði. Nefndin tekur til starfa 1. júlí. Markmiðið með stofnun nefndarinnar er að efla hlutabréfamarkað með því að greiða eftir því sem við verður komið úr álitaefnum sem snerta yfirtökur. Slíkum álitaefnum hefur fjölgað talsvert síðastliðin ár eftir því sem hlutabréfamarkaðurinn hefur vaxið. Álitaefnin geta verið flókin og erfið viðureignar, eins og reynslan sýnir hér á landi og annars staðar, ekki síst hvað varðar tengslin milli aðila sem ná yfirráðum og ákvörðun tilboðsverðs. Jafnframt geta miklir hagsmunir verið í húfi. Fyrir vikið er brýnt að vanda vel til verka. Yfirtökunefndinni er ætlað að vera rödd markaðarins í þessum efnum segir í frétttilkynningu Kauphallarinnar.

Biðaður er fréttamannafundur á morgun af þessu tilefni.