Yfirtökunefnd telur, að Baugi Group hf. sé skylt að gera yfirtökutilboð , til annarra hluthafa í FL Group hf. Í niðurstöðu sinni segir að tilboðsskylda hvíli á þeim aðila samstarfs sem eykur við hlut sinn þannig að mörkum 1. mgr. er náð. Það þarf því ekki að vera stærsti hluthafi í félaginu hverju sinni, sem verður tilboðsskyldur.

Á fundi Yfirtökunefndar, sem haldinn var þann 28. nóvember 2005, var ákveðið að taka til skoðunar, hvort yfirtökuskylda hefði stofnast í FL Group hf., en verulegar breytingar urðu á eignarhaldi/atkvæðisrétti að hlutum í félaginu við hlutafjáraukningu, sem kynnt var um miðbik nóvember 2005.

Yfirtökunefnd hefur haldið 7 fundi vegna athugunar sinnar á málinu.