Rannsókna- og þróunarstarfsemi fyrirtækja í upplýsingatækniiðnaði og lyfjaiðnaði á Norðurlöndunum eykst eftir að erlendir aðilar yfirtaka fyrirtækin. Þetta kemur fram í nýju fréttariti Rannís.

Þar kemur einnig fram að í flestum tilfellum verður starfsemin markvissari og einsleitari og í mörgum tilvikum færist sjálf starfsemin til höfuðstöðva stórfyrirtækisins eða til svokallaðra þróunarstöðva sem eru innan vébanda þessara fyrirtækja.