Fjögur frumvörp hafa verið samþykkt sem lög frá Alþingi í dag. Í einu þeirra er gerð breyting á yfirtökuskyldu í félagi og skal hún framvegis miðast við 33% í stað 40% eins og verið hefur. Lögin öðlast þegar gildi.

Með öðru frumvarpinu sem samþykkt var í dag er stefnt að auknu gagnsæi í störfum Fjármálaeftirlitsins. Því er veitt heimild til að greina frá niðurstöðum mála og athugana er byggjast á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Lögin öðlast líka þegar gildi.

Hin frumvörpin sem samþykkt voru fela í sér tæknilegar breytingar. Til dæmis er markmið annars frumvarpsins að innleiða nýjan staðal um atvinnugreinaflokkun fyrir álagningu iðnaðarmálagjalds.