Yfirtökutilboð félags í eigu Dagsbrúnar í fjarskiptafélagið Kögun er á genginu 75 krónur á hlut og er heildarvirði Kögunar því um 14,5 milljarðar króna, samkvæmt tilboðinu.

Markaðsvirði Dagsbrúnar er 34,7 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Skoðun, sem er í eigu Dagsbrúnar, tilkynnti í dag um kaup á 51% hlut í Kögun. Í kjölfarið hefur félagið gert hluthöfum yfirtökutilboð á genginu 75 krónur á hlut.

Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.