Í kjölfar kaupa Fjárfestingafélagsins Fjarðar ehf. á 7,33% eignarhlut í Samherja hf. hafa nokkrir af stærstu hluthöfum Samherja hf. þ.e. Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Fjárfestingarfélagið Fjörður ehf., Bliki ehf., Tryggingamiðstöðin hf., F-15 sf.,Finnbogi A. Baldvinsson og fjárhagslega tengdir aðlilar, sem samtals eiga 55,48% hlutafjár í félaginu, gert með sér samkomulag um stjórnun og rekstur Samherja hf.

Vegna þessa er aðilum samkomulagsins skylt að gera öðrum hluthöfum Samherja hf. yfirtökutilboð á grundvelli laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti og mun yfirtökutilboðið lagt fram innan fjögurra vikna.

Yfirtökutilboðið miðast við gengið 12,1 sem er hæsta gengi hlutabréfa sem aðilar samkomulags þessa hafa átt viðskipti með í Samherja hf. síðastliðna sex mánuði. Fyrir liggur tillaga stjórnar til aðalfundar um greiðslu á 30% arði og að því gefnu að tillagan verði samþykkt þá samsvarar tilboð þetta genginu 12,4.

Samhliða samkomulagi þessu verður óskað eftir því að hlutabréf Samherja hf. verði afskráð úr Kauphöll Íslands.