Fasteignafélagið Stoðir hefur gert yfirtökutilboð í Keops A/S, stærsta fasteignafélag Danmerkur fyrir 49,3 milljarða króna eða 4,4 milljarða danskra króna. Það er 24 danskar krónur á hlut.

?Tilboðið er 9% hærra en verð á bréfum í Keops við lokun markaða í gær,? segir greiningardeild Glitnis. ?Stærstu hluthafar í Keops, Fons eignarhaldsfélag og Baugur, sem samanlagt eiga 62% hlut í félaginu, hafa samþykkt tilboðið samkvæmt tilkynningu frá Stoðum.

Stoðir þurfa hins vegar samþykki 90% hluthafa til að tilboðið nái fram að ganga og eftirlitsnefnd Keops ætlar ekki að mæla með tilboðinu fyrr en Stoðir hafa gert nánari grein fyrir því.?

Stærsti eigandi Stoða er Baugur með 48,2% eignarhlut samkvæmt síðustu ársskýrslu félagsins.? Ef tilboðinu verður tekið verður Keops afskráð og Stoðir skráð á OMX Nordic Exchange á Íslandi innan 12 mánaða,? segir greiningardeildin.