Eftir símahleranahneyklsi hjá blaðinu News of the world gæti yfirtökutilboð sem News Corp. (NWSA) gerði í BSkyB, ekki gengið eftir. News of the world og BSkyB eru bæði í eigu Rupert Murdoch. Tilboðið hljóðar upp á 7,8 milljarða dollara. News Corp. á 39% í BSkyB.

Höfuðstöðvar News Corporation.
Höfuðstöðvar News Corporation.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Hlutabréf í BskyB hafa lækkað um 7,3% í Lundúnum í morgun út af vaxandi áhyggjum um að yfirtakan á BskyB muni ekki ganga í gegn. Gengi bréfanna var 695 pens í morgun og hefur lækkað um rúmlega 18% á einni viku.