Fata- og textílvöruframleiðandinn Laura Ashley hefur aukið hlut sinn í Moss Bros, breskri verslanakeðju sem Baugur reynir um þessar mundir að taka yfir. Í frétt Daily Telegraph er því haldið fram að hlutaraukning Lauru Ashley sé til marks um að yfirtökutilboð sé á döfinni, jafnvel í samstarfi við fjárfestinn John Hanson sem vitað er að sækist eftir yfirtöku á félaginu.

Baugur á tæplega 29% hlut í Moss Bros en Laura Ashley aðeins tæp 6% í kjölfar kaupanna. Stjórn Moss Bros heimilaði Baugi að gera áreiðanleikakönnun vegna yfirtöku, en fulltrúar Mossog Gee-fjölskyldnanna, sem stofnuðu fyrirtækið og eiga saman 26% í því, hafa lýst andstöðu við yfirtökutilburði Baugs á þeim forsendum að verðmæti fyrirtækisins sé vanmetið.