Frestur til þess að samþykkja tilboð London Acquistion B.V. í allt hlutafé Stork N.V. lauk 14. janúar 2008 með því að hluthafar 98% hluta í Stork N.V. samþykktu tilboðið.  Jafnframt hafa önnur skilyrði yfirtökunnar verið uppfyllt og hafa því London Acquistion B.V. og Stork N.V. lýst yfir að yfirtökutilboðið í Stork N.V. sé skuldbindandi, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Með þessu hefur eitt af skilyrðunum fyrir kaupum Marel Food Systems hf. á Stork Food Systems verið uppfyllt. Önnur skilyrði eru umsögn Stork Works Council og heimild samkeppnisyfirvalda fyrir kaupunum. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir um miðjan mars 2008.

Virði eignarhlutar Marel í LME í lok þriðja ársfjórðungs var miðað við lokagengi bréfa í Stork N.V. upp á 45,70, en sala hlutar Marel í LME miðaðist við gengið 48,40. Jafnframt féll til vaxta- og viðskiptakostnaður vegna eignarhlutarins á fjórða ársfjórðungi.