VBS fjárfestingarbanki sótti sér rúma þrjá milljarða króna til lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta sumarið 2008 í gegnum útboð á skuldabréfum og peningamarkaðsvíxlum, þrátt fyrir að vera búinn að veðsetja stærstan hluta eignarsafns síns Landsbankanum.

Veðsetningarinnar var ekki getið í útboðslýsingum. Í nóvember 2009 fékk skilanefnd Landsbankans eignir að andvirði 4,3 milljarða króna frá VBS á grundvelli veðsetningarsamningsins. Lífeyrissjóðir og aðrir skuldabréfaeigendur hafa þurft að afskrifa að fullu skuldabréf sem VBS gaf út.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .