Karabíska eyjan sem hefur verið bandarískt sjálfstjórnarsvæði síðan 1898, situr nú fast í skuldafeni. Fjármálaráðherra Bandaríkjana, Jacob Lew sendi ráðamönnum í Puerto Rico að ekki búast við aðstoð frá Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá IFS Greiningu.

Puerto Rico hefur fjármagnað hallarekstur með erlendri lántöku um tíma og skulda alls um 72 milljarða dollara. Gjalddagi er framundan 1. júlí og takist heimamönnum ekki að fjármagna 630 milljónir dollara blasir við greiðslufall. Ávöxtunarkrafa skuldabréfa Puerto Rico hafa farið fram úr kröfu á Grísk skuldabréf.