Matsfyrirtækið Fitch hefur staðfest lánshæfismat stóru fjárfestingabankanna á Wall Street en jafnframt lýst því yfir að lækkun lánshæfismats Merrill Lynch sé yfirvofandi.

Ástæðan er sögð felast í að forráðamenn bankans kunna að þurfa að grípa til enn frekari afskrifta og að stórir gjalddagar á lánum bankans falla á næsta ári.

Fitch hefur einnig efasemdir um að kjarnahagnaður af rekstri bankans verði nægjanlegur á næstu árum.