Um 80 þúsund bankastarfsmenn í Suður-Kóreu hyggjast fara í verkfall þann 30. júlí vegna baráttu þeirra fyrir hærri launum og betri vinnuaðstæðum. Bankastarfsmenn myndu því ekki vera eina stéttin sem færi í verkfall því starfsmenn bílaframleiðenda hyggjast einnig fara í verkfall.

Verkalýðsfélag bankamanna krefst 7% hækkunar á grunnlaunum, lægri eftirlaunaaldurs og vaxtalaus lán fyrir háskólagjöldum.

Bankastarfsmennirnir eru einnig að mótmæla sölu ríkisins á hlut sínum í Woori Financial Group, stærsta fjármálafyrirtækis Suður-Kóreu miðað við eignir samkvæmt frétt á Financial Times. Starfsmennirnir telja að með aðkomu nýrra hluthafa muni fylgja hryna uppsagna.