Yfirvoga bréf Marels í vel dreifðu eignasafni sem og kaupa, er ráðgjöf greiningardeildar Landsbankans. Hún verðmetur gengi félagsins á 85,7 krónur á hlut og vænt verð eftir tólf mánuði 96,1 krónur á hlut. Gengi Marels er 74 krónur á hlut við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5.

Yfirtaka er að vænta hjá Marel, að mati greiningardeildar, sem kveður að fjárhagsstaða félagsins sé sterk.

?Eftir viðburðarríkt ár í fyrra hefur fyrsti fjórðungur 2007 verið tiltölulega rólegur hjá Marel. Samþætting nýrra félaga í samsteypunni virðist ganga samkvæmt áætlun en einskiptiskostnaður veldur lægra EBIT hlutfalli á fjórðungnum heldur en fyrir árið í heild,? segir greiningardeildin.

Hún gerir ráð fyrir að Marel skili tapi á fjórðungnum, sem nemur 205 þúsund evrur eða um 185 milljónir króna og 7,3% EBITDA hlutfalli.