Greiningardeild Landsbankans mælir með yfirvogun á bréfum Straums-Burðarásar. Hún metur markgengið á 23,2 krónur á hlut en markaðsgengið var 20,25 krónur á hlut við lok markaðar í dag, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

?Við eigum von á jákvæðri þróun í grunntekjum bankans á fyrsta ársfjórðungi. Við eigum þó ekki von á því að grunntekjur verði stórt hlutfall heildartekna á fjórðungnum þar sem gengishagnaður veður að okkar mati stærstur hluti tekna bankans,? segir greiningardeildin.