Greiningardeild Landsbankans mælir með að fjárfestar yfirvogi bréf Teymis í vel dreifðu eignasafni og metur markgengið á 6,97 krónur á hlut. Markaðsgengið við lok markaðar í dag var 4,83 krónur á hlut, samkvæmt upplýsingum frá M5.

?Fyrsti fjórðungur var viðburðaríkur hjá Teymi. Félagið seldi Securitas og losaði um kröfu á Hands Holding. Aðgerðirnar gerðu Teymi kleift að niðurgreiða skuldir um 5,4 milljarðar króna. Hlutafjárútboð setti einnig mark sitt á fjórðunginn, en tilgangur þess ver að mæta aukinni samkeppni og styðja við vöxt,? segir greiningardeildin.

Hún áætlar að tekjur Teymis á fyrsta ársfjórðungi nemi 5.546 milljónum króna. Að frátöldum söluhagnaði vegna Securitas samsvarar það 6,9% tekjuvexti milli ára ef miðað er við þær starfseiningar Dagsbrúnar sem nú heyra undir Teymi. Þar sem yfir 80% lánasafns Teymis er í erlendum myntum er félagið mjög næmt fyrir gengissveiflum íslensku krónunnar. Gengisvísitalan lækkaði um 7,2% á fyrsta ársfjórðungi og áætlum við að óinnleystur gengishagnaður á fjórðungnum nemi tæpum 1,3 milljörðum króna,? segir greiningardeildin.