Yfirvöld á Cyman eyjum vinna nú að þeirri hugmynd að gera út á ríka sjúklinga og að eyjarnar verði miðstöð þeirra sem þurfa á læknisþjónustu að halda. Samkvæmt úttekt Global Property Guide á fjármálum eyjanna, þá hyggjast eyjaskeggjar með þessu m.a. auka heimsóknir vel borgandi ferðamanna til að snúa við samdrætti í efnahagslífinu.

Er þarna reyndar um svipaða hugmynd að ræða og menn hafa verið að reyna að hrinda af stað á Íslandi um árabil en við lítinn fögnuð stjórnvalda.

Gert er ráð fyrir að Narayana Cayman University Medical Center muni opna 200 rúma sjúkrahús á árinu 2012 en samtengt því verður 2.000 rúma læknaskóli. Gert er ráð fyrir að þessi starfsemi afli landinu milljónir dollara í tekjur árlega.