Yfirvöld í Brussel ásaka einkabankaþjónustu HSBC í Sviss um að hjálpa Belgum að forðast skattagreiðslur. Saksóknari heldur fram að hundruðir viðskiptavina, þar á meðal demantseigendur í Antwerpen, hafi komið peningum í skattaskjól með hjálp bankans. Talið er að ríkið hafið orðið af hundruðum milljóna evra vegna þessa. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Í yfirlýsingu kemur fram að yfirvöld telja bankann hafa með vilja reynt að bjóða ákveðnum viðskiptavinum þessa þjónustu. Skattaskjólin sem um ræðir eru í Panama og á Jómfrúareyjum.