Evórpsk bankayfirvöld skipa evrópskum bönkum að afla alls 114,7 milljarða evra á næstu sex mánuðum, til að bæta eiginfjárstöðu sína. Yfirvöld vilja með aðgerðum stuðla að aukinni tiltrú á bankakerfið í álfunni. Wall Street Journal fjallar um málið í dag.

Upphæðin skiptist á rúmlega 30 banka í 12 löndum. Er hún tilkomin eftir álagspróf en þar var staða 71 banka könnuð. Slík próf fóru síðast fram í október og var fjárhæðin þá metin um 106 milljarðar evra. WSJ greinir frá að hækkunina megi einkum rekja til breyttra forsenda, en bankarnir mega nú telja færra til eigna en áður. Þeir bankar sem ekki standast prófið þurfa því að selja eignir, auka tekjur, gefa út nýtt hlutafé eða bregðast við á hvern þann hátt sem þarf til að standast skilyrði yfirvalda.