Berjaspretta hefur verið afar misjöfn eftir landshlutum í sumar, best er hún á Norður- og Austurlandi, en mun verri á Suður- og Vesturlandi.

Borgþór Magnússon, forstöðumaður Vistfræðideildar Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir að veðurfar skipti afar miklu máli fyrir berjasprettu.

„Sumarið hefur verið svalt og úrkomumikið hér fyrir sunnan og vestan, en ber þurfa hlýju og sól til að þroskast. Veðrið hefur aftur á móti verið mun betra fyrir norðan og austan. Vorið skiptir sérstaklega miklu máli fyrir blómgun og frjóvgun lyngsins og það má ekki vera hret. Þetta hefur allt áhrif.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .