Margir þröskuldar eru í veginum fyrir því að íslensk fyrirtæki geti haslað sér völl á erlendum mörkuðum, einkum vegna gjaldeyrishafta.

Theodór Agnar Bjarnason, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Ampla Consulting, segir að mun auðveldara sé að ná þessu markmiði með samstarfi, sem getur verið af ýmsu tagi, við erlent fyrirtæki en með því að gera allt sjálfur. „Gjaldeyrishöftin gera fjárfestingu erlendis erfiðari og þá auðvelda þau ekki fjármögnun á erlendri grundu. Ef íslensk fyrirtæki finna hins vegar réttan samstarfsaðila þá geta þau náð þessum markmiðum sínum með einfaldari hætti.“

Ampla Consulting sérhæfir sig m.a. í því að finna slíka samstarfsaðila og hefur fyrirtækið undanfarið unnið með japanskri hótelkeðju sem er að sækja inn á Evrópumarkað.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .