Flytur Kína út verðbólgu? er fyrirsögn greiningardeildar Kaupþings í Hálffimm fréttum, daglegum fréttamiðli greiningardeildarinnar.

?Í Bandaríkjunum hafa innfluttar vörur frá Kína hækkað um 0,3% milli mánaða síðustu tvo mánuði,? segir í fréttinni.

?Ýmsir óttast að Kína, sem hefur verið framleiðandi ódýrra vara síðustu áratugi, gæti aukið á verðbólguna í öðrum löndum í komandi tíð. Þetta gæti meðal annars þýtt aukinn kostnað við að halda niðri verðbólgu í formi hærri stýrivaxta.?