Yngsta barn Winston Churchill er látin. Hún hét Mary Soames og var 91 árs gömul. Hún lést friðsælum dauðdaga í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu í London um helgina. Hún hafði verið lasin í skamman tíma áður en hún lést.

Hún var yngsta barn foreldra sinna af fimm. Einn sona hennar, Nicholas Soames, þingmaður íhaldsflokksins, sagði að Mary hefði verið „ótrúleg “kona og lifað „virðingarverðu“ lífi. Mary Churchill vann fyrir Rauða krossinn og fleiri sjálfboðaliðastofnanir frá 1939-1941.

Á vef Daily Mail kemur fram að Mary Soames var eina eftirlifandi barn Winstons Churchill.