*

sunnudagur, 18. apríl 2021
Innlent 3. mars 2021 12:52

YNWA kaupir fyrir 15 milljónir í VÍS

Félagið YNWA ehf., í 100% eigu Arnórs Gunnarssonar, forstöðumanns fjárfestinga hjá VÍS, keypti fyrir 14,7 milljónir króna í VÍS í dag.

Ritstjórn
Arnór Gunnarsson, forstöðurmaður fjárfestinga hjá VÍS.
Aðsend mynd

Arnór Gunnarsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, keypti fyrr í dag hlutabréf í vátryggingafélaginu fyrir tæpar 14,7 milljónir króna í gegnum eignarhaldsfélagið YNWA ehf. en Arnór er eini hluthafi þess. Félagið keypti 950 þúsund hluti á genginu 15,47, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar.

Eftir viðskiptin á Arnór 312 þúsund hlut og fjárhagslega tengdir aðilar hans 2,3 milljónir hluti í VÍS. Samanlagðir hlutir Arnórs og fjárhagslegra tengdra aðila er því 40 milljónir króna að virði miðað við kaupgengi viðskiptanna. 

Arnór var ráðinn forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS árið 2017 en hann starfaði áður sem forstöðumaður hlutabréfa hjá Öldu sjóðum. 

Stikkorð: VÍS Arnór Gunnarsson YNWA ehf.