*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Erlent 5. júní 2019 18:29

Youtube bannar nasistasíður

Hundruð þúsunda öfgasíðna og samsæriskenningamyndbönd verða fjarlægð í kjölfar breyttra reglna.

Ritstjórn
Youtube myndbandasíðan vinsæla er hluti af Google samstæðunni.
epa

Myndbandavefsíðan Youtube hyggst banna efni sem boðar þjóðernissósíalisma og kynþáttahyggju sem og fjarlægja myndbönd sem draga í efa að vel þekkt fjöldamorð, líkt og það sem varð í Sandy Hook grunnskólanum í Bandaríkjum, hafi gerst.

Segir fyrirtækið að það muni í kjölfar breyttra regla fjarlægja hundruðir þúsunda myndbanda, sem áður voru ekki í trássi við reglur þess. Ákvörðunin er sögð koma í kjölfar aukinnar gagnrýni á öfgafullt efni sem er til staðar á vefsíðunni, sem er í eigu Google að því er CNN greinir frá.

Nær bannið til „myndbanda sem ýja að því að hópur njóti yfirburða til að réttlæta mismunun, aðskilnað eða útilokun byggðum á þáttum eins og aldri, kyni, kynþætti, stétt, trú, kynhneigð eða fyrrum herþjónustu“ að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Á þriðjudaginn neitaði fyrirtækið þó að fjarlægja síður sem gerðu grín að Carlos Maza, sem framleiðir efni fyrir vefsíðuna Vox, vegna kynhneigðar hans, á þeim forsendum að síðurnar brjóti ekki reglurnar.

Höfðu þónokkrir gagnrýnendur Maza farið hörðum orðum um hann, og meðal ummæla voru að hann væri „reiður lítill hommi,“ en í tísti frá fyrirtækinu segir að þó ummælin í sumum myndböndunum væri klárlega særandi, brytu þau ekki gegn stefnu félagsins.

Stikkorð: Youtube Vox Carlos Maza nasismi Sandy Hook
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is