Sænska YouTube stjarnan Felix Kjelberg, einnig þekktur PewDiePie, græðir 450 milljónir króna í auglýsingatekjum á ári samkvæmt heimildum The Wall Street Journal.

Tekjur hans koma að mestu leyti frá því að yfir 27,8 milljónir manna fylgjast með myndböndum hans reglulega. En á síðasta ári varð YouTube stöðin hans sú vinsælasta á síðunni, vinsælli en stöðvar One Direction eða Miley Cyrus. Þessi tala hefur þrefaldast frá því í fyrra.

Kjelberg er þekktur fyrir myndbönd af sjálfum sér í tölvuleikjum þar sem hann lýsir fyrir áhorfendur hvað hann er að gera. Hann bjó til YouTube stöðina sína árið 2009 og hefur verið að deila myndböndum síðan þá.

Hér má sjá eitt vinsælt myndband Kjelberg