Breytt fyrirkomulag strandsiglinga mun ekki skila þeim árangri sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vonast eftir. Þetta kemur fram í athugasemdum Eimskips – Flytjanda við þingsályktunartillögu hans.

Í umsögninni segir að ólíklegt sé að magn í landflutningakerfi færist yfir í skipasiglingar þar sem tíðni og þjónustustig fullnægi ekki kröfum landsbyggðarinnar. Með tillögunni væri horfið aftur til fortíðar og möguleikar fyrirtækja á landsbyggðinni takmarkaðir.