Landsbankinn hélt fund í Hörpu í morgun um fjárfestingatækifæri í sjávarútvegi. Meðal fundarmanna var Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, en hann ræddi m.a. fyrirhugaða skráningu fyrirtækisins á aðallista kauphallarinnar. Rúmlega 27% hlutafjár verður boðið út í apríl og mun það nema um 490 milljónum króna að nafnvirði. Þau fyrirtæki sem munu selja hlut sinn í félaginu verða Arion banki, Vogun og Fiskveiðahlutafélagið Venus en með hlutafjárútboðinu verður HB Grandi eina sjávarútvegsfyrirtækið á aðallista kauphallarinnar.

VB Sjónvarp ræddi við Vilhjálm.