At­hanasi­os Orp­hani­des, fyrr­ver­andi banka­stjóri Seðlabanka Kýp­ur, seg­ir að hinn póli­tíski óstöðug­leiki í Evr­ópu sé svo mikill að mistök væru að fara inn á evrusvæðið fyrir hvaða ríki sem væri, þar á meðal Ísland, í núverandi kringumstæðum.

Hann segir í viðtali við ViðskiptaMoggann að ef ekki finnist lausn á kerfisgöllum evrusvæðisins, þannig að ríkisstjórnir álf­unn­ar geti unnið í sam­ein­ingu, þá sé það ekki nein­um ríkj­um í hag að taka upp evr­una.

Orp­hani­des tel­ur setningu gjaldeyrishafta á Íslandi hafa verið viðeig­andi á sín­um tíma til að koma í veg fyr­ir enn stærra geng­is­hrun krón­unn­ar. Önnur staða hafi þó verið uppi á Kýp­ur þegar ströng höft voru sett þar í mars í fyrra. Orphanides segir það hafa verið al­farið póli­tísk ákvörðun. Þetta var ónauðsynlegt frá efna­hags­leg­um sjón­ar­hóli.