*

mánudagur, 20. janúar 2020
Innlent 19. október 2019 14:05

Yrsa bókar meiri hagnað

Félag Yrsu Sigurðardóttur rithöfundar hafði tæpar 70 milljónir í tekjur í fyrra, og rúmar 40 í hagnað.

Ritstjórn
Yrsa Sigurðardóttir hefur gefið út bók á hverju ári síðustu 14 ár.
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður Yrsu Sigurðardóttur ehf., félags samnefnds rithöfundar, tæplega þrefaldaðist á milli ára og nam 41,4 milljónum króna í fyrra. Tekjurnar ríflega tvöfölduðust og námu 69 milljónum króna, en þær samanstanda alfarið af höfundarlaunum.

Eigið fé nam 44 milljónum og jókst um helming, og 5 milljónir voru greiddar í arð, en stjórn leggur til að 25 milljónir verði greiddar í arð í ár. Greidd laun námu 5 milljónum króna og stóðu svo til í stað, en tveir starfsmenn störfuðu hjá félaginu í hlutastarfi.

Stikkorð: Sigurðardóttir Yrsa