Yrsa Sigurðardóttir hagnaðist um tæplega 13,6 milljónir króna af glæpasagnaskrifum sínum á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn 10 milljónum króna árið 2011. Yrsa stofnaði árið 2005 félagið Yrsa Sigurðardóttir utan um skrif glæpasagna. Yrsa greiddi sér 9,5 milljónir króna í arð vegna afkomunnar árið 2011. Það jafngildir um 790 þúsund króna meðallaunum á mánuði sem Yrsa hafði fyrir glæpasagnaskrifin.

Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins kemur fram að rekstrarhagnaður félags Yrsu nam 17 milljónum króna í fyrra borið saman við 12 milljónir árið 2011. Hagnaður félagsins fyrir tekjuskatt nam 17 milljónum króna.

Eigið fé Yrsu Sigurðardóttur ehf nam í lok síðasta árs 14,3 milljónum króna borið saman við rétt rúmar 10 milljónir króna við lok árs 2011. Eignir félagsins námu um síðustu áramót rétt rúmlega 21,1 millón króna. Til samanburðar námu þær 13,2 milljónum króna við lok árs 2011. Á móti námu skammtímaskukldir 6,8 milljónum króna.