*

mánudagur, 26. október 2020
Innlent 20. september 2020 18:08

Yrsa hagnaðist um 29 milljónir

Hagnaður félags Yrsu Sigurðardóttur dróst saman um 12 milljónir milli ára í fyrra. Tekjurnar námu 54 milljónum.

Ritstjórn
Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur.
Haraldur Guðjónsson

Yrsa Sigurðardóttir ehf., sem líkt og nafnið gefur til kynna er félag utan um bókaskrif metsölurithöfundarins Yrsu Sigurðardóttur, hagnaðist um 29 milljónir króna árið 2019 og dróst hagnaðurinn saman um 12 milljónir frá fyrra ári.

Rekstrartekjur, sem stóðu alfarið saman af höfundarlaunum, námu 54 milljónum króna og rekstrargjöld námu 18 milljónum króna.

Eignir félagsins námu 52 milljónum í árslok 2019 og eigið fé 36 milljónum króna.

Stikkorð: Sigurðardóttir Yrsa